10 sniðugt forrit/vefsíður sem þú getur notað núna á tölvunni þinni/snjallsímanum til að gera lífið einfaldara/skemmtilegra

Reglulega fæðast nýjar vefsíður og forrit fyrir bæði síma og tölvur sem geta hjálpað okkur að einfalda lífið eða gera það skemmtilegra með einum eða öðrum hætti. Vandamálið er að það getur verið erfitt að fylgjast með því sem er að gerast. Hér eru því nokkrar ábendingar um sniðug forrit og vefsíður sem gætu verið þess virði að skoða nánar.

Notaðu iPad sem annan skjá

Fólk sem vinnur mikið við tölvu þekkir vel kosti þess að hafa fleiri en einn tölvuskjá tengdan við tölvuna. Það tekur þó pláss að hafa slíkt með heimilistölvunni. Air Display er sniðugt forrit fyrir iPad og iPhone, sem breytir skjá  spjaldtölvunnar/snjallsímans í annan skjá með tölvunni og virkar bæði með Apple og Windows tölvum.

Sendu SMS úr tölvunni

SMS lifir góðu lífi þrátt fyrir að það sé ekki jafn áberandi samskiptamáti og það var fyrir nokkrum árum síðan. Helsti gallinn við SMS er þó að það krefst talsverðrar þolinmæði að stafsetja á litum snjallsímaskjá. MightyText forritið fyrir Android gerir þér kleift að nota tölvuna til að senda og taka á móti SMS með því að tengjast símanum yfir wifi. Það ætti að gera samskiptin við unglingana auðveldari.

Afturkallaðu aðganginn af samfélagsmiðlunum

Mörg símaforrit og vefsíður fara fram á leyfi til þess að skoða notendaupplýsingarnar þínar á samfélagsmiðlum, ýmist til að gera þér auðveldara að tengjast vinum, eða til að nota þá til að deila upplýsingum í þínu nafni. Það er erfitt að henda reiður á því hvaða síða eða forrit hefur fengið leyfi þitt til að nota hvaða samfélagsmiðil. Þar kemur vefsíðan My Permissions til sögunnar, en með henni er hægt að skoða öll leyfi sem þú hefur veitt og afturkalla þau ef svo ber undir.

Hættu að vera hrædd/ur við Snapchat

Snapchat er á góðri leið með að verða ráðandi samskiptamáti ungs fólks, en þeir eldri hafa síður verið ginkeyptir fyrir því. Það er þó engin ástæða til að óttast Snapchat. Þetta sniðuga símaforrit  sendir mynd, eða myndband með textaskilaboðum, sem einungis er hægt að sjá í skamma stund, áður en þeim er sjálfkrafa eytt. Þetta er ótrúlega þægilegur og sniðugur samskiptamáti sem getur hleypt lífi í tjáskipti þín.

Notaðu Trello til að skipuleggja alla hluti

Það er fjöldinn allur til af verkefnastjórnunartólum og minnislistaforritum og öðrum smáum viðbótum sem geta hjálpað þér að halda utan um skipulagið í dagsins önn. Fá tól sameina þó einfaldleika, skalanleika og fjölhæfni með sama hætti og Trello. Það er má nota til að halda utan um smærri og stærri verkefni, útbúa minnislista, útdeila verkefnum, setja upp skiladag og svo framvegis. Notast beint úr vafra á tölvum, en hægt er að fá smáforrit fyrir flestar gerðir snjallsíma og spjaldtövn Fullkomið fyrir bæði heimilið og vinnustaðinn.

Fáðu fréttirnar með Feedly

Þegar Google ákvað að loka hinni vinsælu RSS þjónustu sinni Goggle Reader hófst kapphlaup um hylli RSS notenda. Flestir virðast hafa snúið sér að Feedly, sem sameinar flesta kosti Google Reader, auk er auk þess prýðisvel hannað. Hægt að fá sem smáforrit í flestar gerðir síma.

Náðu tökum á pósthólfinu þínu

Á internetinu er netfangið þitt nánast eins og kennitalan þín. Það fylgir þér í gegnum allt, og er yfirleitt það fyrsta sem þú þarft að gefa upp þegar þú skráir þig fyrir hverskonar þjónustu á netinu. Afleiðingin er sú að pósthólfið þitt er iðulega uppfullt af fréttabréfum sem þú hefur engan áhuga á að lesa, en það getur verið tímafrekt að afskrá sig fyrir öllum þessum póst. The Swizzle er þjónusta sem hjálpar þér að ná tökum á pósthólfinu. Þú getur safnað fréttabréfum í eina vikulega póstsendingu, eða afskráð þig af póstlistanum beint af síðunni. Handhægt og þægilegt.

Gerðu símann þinn að þínum eigin

Tasker er lítið forrit fyrir Android sem notendur geta notað til að sérsníða hegðun símans að eigin þörfum á vegu sem iPhone notendur getur einungis dreymt um. þú getur slökkt á gagnaflutningum á ákveðnum tíma, slökkt hljóðinu á meðan síminn er á hvolfi, eða látið hann byrja að spila tónlist um leið og heyrnartólum er stungið í samband, svo eitthvað sé nefnt.

Notaðu símann sem hallamál

Nú hefurðu enga afsökun lengur fyrir að láta myndir halla eða hengja upp skakkar hillur. Hægt er að fá hallamálsforrit í allar gerðir snjallsíma, sem sjá  til þess að þú þarft aldrei að láta reyna á smiðsaugað aftur.

Safnaðu spjallinu á einn stað

Ef þú notar Skype, Gmail eða Facebook, eða jafnvel allt þrennt, þekkirðu væntanlega að vera með vefspjall í gangi á fleiri en einum stað í einu. Það má leysa með einföldum hætti með Imo.im sem safnar öllum tenglunum þínum á einn stað. Kosturinn við Imo er að það er hægt að fá það sem smáforrit í flesta snjallsíma líka.

Lærðu meira með iTunes U

Þú þarft ekkert stúdentspróf til að sækja háskólafyrirlestra hjá iTunes U, þar sem má nálgast meira en 500.000 háskólafyrirlestra um allt frá stjarneðlisfræði til kynjafræði frá virtustu háskólum heims, ásamt bókum og myndböndum og ýmsu kennsluefni. Hægt að nálgast í gegnum iTunes á öllum tölvum, og fáanlegt sem sér forrit fyrir iOs tæki.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s