10 leiðir til að frelsa Instagram myndirnar þínar

 

Frá því stafræna byltingin hóf innreið sína í ljósmyndun hefur vegsemd mynda albúmsins átt nokkra samleið með 33 ⅓ snúninga hljómplötunum. Bæði hefur tapað gildi sínu sem fjöldaframleiddur hlutur til að geyma list, en öðlast vinsældir sem örlítið sérviskulegur safngripur sem ber vitni um ákveðna fortíðarþrá.

Snjallsíminn hefur gert alla að ljósmyndurum, og flestir hafa nú myndavél við hendina öllum stundum. Með tilkomu samfélagsmiðla á borð við Instagram og Facebook er æ auðveldara að deila myndum með vinum og kunningjum. Að sama skapi er líka sífellt flóknara að skoða þessar myndir utan þessa ramma. Það eru hins vegar mjög auðvelt að breyta Instagram-myndunum þínum eitthvað áþreifanlegra. Fjöldi fyrirtækja sérhæfir sig nefnilega í því að búa til skemtilega safngripi og gjafavöru úr Instagram myndum. Hér eru nokkur skemmtileg ráð.

Prentaðu Instagram myndir á ljósmyndapappír

Það er hægur leikur fyrir þig að prenta myndir frá Instagram á ljósmyndappír í heimaprentara. Til þess þarf einungis að hala þær niður af símanum í tölvuna. Þá er einnig hægt að láta fagmenn sjá um prentunina hjá hefðbundnum framköllunarstofum á við Pixlar eða hjá Prentagram sem sérhæfir sig í Instagram vörum. það þarf þó væntanlega að skera hana til að ferninginn sem einkennir Instagram myndir.

www.pixlar.is – www.prentagram.is

Fáðu Instagram púða

Instaprent er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í að búa til sniðugar vörur úr Instagram myndum. Þú getur fengið uppáhaldsmyndirnar þínar prentaðar á púða, eða búið til ísskápssegla og límmiða, sem getur allt verið skemmtileg tækifærisgjöf eða hentað vel til skreytinga.

www.Instaprent.is

Prentaðu á striga

Íslenska fyrirtækið Vel merkt prentar einnig Instagram myndirnar þínar á striga eða frauðplast í stærðunum 25×25 eða 35×35 sem hentar sérlega vel til að hengja upp á veggi. Það má fá ýmsar aðrar skemmtilegar vörur frá fyrirtækinu, svo sem sérprentað veggfóður.

www.velmerkt.is

Sendu póstkort

Það er hægt að breyta Instagram myndum í póstkort og senda þær beint á vini og ættingja á vef Postagram (eða með þar til gerðu snjallsímaforriti). Þú skrifar texta og velur Instagram mynd, en Postagram prentar út póstkortið og kemur því í póst. Einfaldara gæti það varla verið þegar þú ert í sumarfríi á ókunnum slóðum. Mætti jafnvel nota til að gera jólakort.

www.postagramapp.com

Fáðu örsmáa slæðusýningavél

Með Projecto er hægt að varpa Instagram myndunum á vegg líkt og með gömlu slides sýningavélunum sem nutu vinsælda á 8. áratugnum. Sjálft Projecto tækið er á stærð við eldspýtustokk, með lítilli led-peru sem varpar myndunum í allt að meters stærð á vegg í gegnum smáa linsu. Instagram myndirnar eru færðar á einn ramma af 35mm slidesfilmu sem er svo klipptur út í hringlaga formi og settur í þar til gert hjól fyrir sýningarvélina. Hægt er að skipta út hjólum að vild. Þetta er mjög skemtileg leið til að sýna Instagram myndir

www.getprojecto.com

Búðu til eigið símahulstur

Þú getur fengið sérhannað símahulstur með uppáhalds Instagram myndunum þínum fyrir iPhone, Samsung og Nexus síma hjá Casetagram. Það eru margir hönnunarmöguleikar í boði og hægt að velja á milli þess að hafa eina eða fleiri myndir á hulstrinu.

www.casetagram.com

Flísaleggðu baðið

Með hjálp ImageSnap geturðu fengið sérlagaðar flísar með Instagram myndunum þínum. það er hægt að fá flísar í ýmsum stærðum frá 5×5 cm og upp úr. Flísarnar er hægt að nota eins og venjulegar veggflísar eða í ýmiskonar föndur eða fráleggsplötur.

www.imagesnap.com

Fáðu stafrænan Instagramramma

Margir hafa eignast stafræna ljósmyndafamma sem hægt er að nota til að sýna stafrænar myndir, eða myndasýningar. Instacube er fallega hannaður stafrænn rammi sem er sérstaklega miðaður við Instagram. Hann er með ferkantaðan snertiskjá, innbyggðri wifi-móttöku, og sérstaka taka til að skipta á milli myndastrauma. Kubburinn uppfærir sig sjálfkrafa og sækir myndir beint til Instagram og sýnir þær í bókahillunni þinni.

www.goinstacube.com

Fléttu í ljósmyndabók

Það eru nokkur fyrirtæki sem sérhæfa sig í að útbúa ljósmyndabækur fyrir Instagram myndir. Keepsy heitir eitt slíkt fyrirtæki sem framleiðir skemmtilegar gjafabækur. Anað er fyrirtækið Blurb sem framleiðir sérstaklega skemmtilegar Instagram bækur í stærðinni 18 x 18 cm.

www.blurb.com

Gerðu fallegt dagatal

Það er hægt að gera ýmislegt fallegt úr Instagram myndum hjá fyrirtækinu Artifact Uprising sem býrt til falleg dagatal á klemmuspjöldum, svo eitthvað sé nefnt. Það er talsvert framboð af sniðugum vörum þar.

www.artifactuprising.com

Fáðu handsmíðaða bambusramma

Hatchcraft er lítið trésmíðaverkstæði í Bandaríkjunum sem sérsmíðar fallega ramma úr bambus og öðrum við fyrir Instagram myndirnar þínar. Sendu þeim slóðina á myndina þína og þeir sjá um að smíða ramma og prenta ramma og senda þér tilbúna vöru til baka.

www.hatchcraft.com

Hengdu upp plakat

Printstagram býr til margs konar vöru úr Instagram myndum. Bæði er hægt að fá skemmtilegt dagatal með mynd fyrir hvern einstakan dag, agnarsmáar ljósmyndabækur, bunka af útprentuðum myndum, polaroid útprentanir og stórar upphengimyndir.

www.printstagram.com

Aukafróðleikur

Taktu skemmtilegri Instagram myndir

Það er auðvelt að fá leið á þeim filterum sem í boði eru á Instagam, og myndir verða fljótt hver annarri lík. Filterarnir eru jafnframt misjafnir, og áberandi lélegir fyrir svart/hvítar myndir til dæmis. Það er þó einfalt að vinna bug á því. Vendu þig á að nota innbyggðu myndavélina á símanum til að taka myndir, í stað þess að nota innbyggðu Instagram myndavélina. Í fyrsta lagi, er hámarks upplausn Instagram mynda 612×612 pixlar, sem er talsvert minna en það sem myndavélin tekur. Auk þess gerir þetta þér kleift að forvinna myndir í öðrum myndvinnsluforritum, áður en þú flytur myndina í Instagram, svo sem Snapseed, Photoshop, eða Camera+. Það gefur þér tækifæri til þess að brjótast út úr fyrirfram skilgreindum filterum Instagram.

Auglýsingar

2 comments

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s