Hvernig ég hætti að hafa áhyggjur af hugvísindagráðunni minni og lærði að elska kóða

Hefur þig alltaf dreymt um að læra forritun? Í dag er það leikur einn að læra forritun með aðstoð fjölda vefsvæða sem hjálpa þér að stíga fyrstu skrefin í forritun.

Tölvur verða sífellt fyrirferðameiri í okkar daglega lífi. Það þarf því engan að undra að margir telja að innan skamms verði það jafn sjálfsagt að læra forritun í grunnskóla eins og annað tungumál. í millitíðinni er eðlilegt að spyrja hvort við hin, sem ekki fengum neina kennslu í forritun í skóla ættum að kynna okkur möguleikana sem standa okkur til boða? Af hverju ekki? Það er nefnilega hægt að komast ansi langt, án þess að skrá sig í háskólanám í tölvunarfræði.

Á undanförnum árum hefur sprottið upp fjöldi vefsíðna þar sem hægt er að læra grunninn í mörgum algengustu forritunarmálum samtímans með gagnvirkum æfingum og leikjaívafi. Slíku sjálfsnámi í forritunarmáli má líkja við tungumálanám með linguaphone, líkt og margir kannast við. Hér eru nokkrar vefsíður, námskeið og námsbrautir sem geta hjálpað flestum af stað með að læra algengustu forritunarmál vefsins, s.s. HTML/CSS, Java, Ruby eða Python, svo eitthvað sé nefnt, og byggja ofan á það þegar fram í sækir. Eina skilyrðið er að vera sæmilega fær í ensku.

Code Academy (Frítt)
Vinsælasta síðan sem kennir forritun er líklega Codeacademy.com. Þar má með tiltölulega einföldum hætti læra undirstöðuatriðin í að byggja vefi, gera leiki eða búa til símaforrit með gagnvirkum hætti og léttum æfingum. Notendur lesa sér til um lítinn hluta forritunarmálsins í einu, og fá svo að láta reyna á skilninginn með því að nota hann áður en lengra er haldið. Þannig er byggt ofan á þekkinguna stig af stigi. Hjá Code Academy er hægt að læra HTML/CSS, Python, Ruby og JavaScript. Fyrir byrjendur getur verið sniðugt og gaman að skoða Code Year, þar sem notendum gefst færi á að strengja heit fyrir árið og hægt er að fylgjast með framgangi sínum og tala við aðra sem eru í sömu sporum.

Learn Street (Frítt)
Líkt og Code Academy, býður Learnstreet.com upp á gagnvirkt umhverfi og æfingar sem líkjast leikjum. Notendur geta valið sér misþung viðfangsefni, svo sem að smíða hinn vinsæla Hangman leik, eða búa til reiknivél. Learn Street kennir Python, Ruby og JavaScript. Þá er hægt að vísbendingar þegar hlutirnir flækjast eða fá hjálp í gegnum netspjall eða Twitter.

Team Tree House
Auk þeirra forritunarmála sem þegar hafa verið nefnd býður Team Tree House upp á námskeið í fleiri forritunarmálum, auk námsskeiða í gerð forrita fyrir iOS Apple og Android símastýrikerfin. Talsvert er lagt upp úr kennslu með aðstoð myndbanda. Team Tree House býður upp á fjölda ókeypis námskeiða, en krafist er greiðslu fyrir sum þeirra.

Code School
Hjá Code School er hægt að nálgast mikið af námskeiðum í bæði forritun, vefhönnun og snjallsímaforritun. Nemendur borga áskriftargjald sem er $25 á mánuði og geta þá tekið eins mikið af námskeiðum og þeir vilja. Þá er hægt að skrá hópa saman, t.d fjölskyldur eða vinnuhópa og læra þannig í hóp.

Coursera (frítt)
Á vefnum Coursera.com bjóða 33 virtir háskólar upp á ókeypis háskólanámskeið í einum 20 fögum, allt frá heimspeki til tölvunarfræði. Síðan var stofnuð af tveimur prófessorum við Stanford háskóla. Hér má ýmis námskeið tengd forritun (eða tengdum greinum) sem kennd eru líkt og um eiginlegt háskólanám væri að ræða. Nemendur innrita sig og skuldbinda sig til þess að skila verkefnum og fá viðurkenningu fyrir að ljúka námskeiðinu. Kennslufyrirkomulag er á formi fyrirlestra og æfinga, og gert er ráð fyrir að nemendur lesi fyrir tíma.

Khan Academy (frítt)
Á Khan Academy er hægt að læra allt á milli himins og jarðar, eða þar um bil. Vefurinn er hugarfóstur Salman Khan, Bandaríkjamanns sem ættir á að rekja til Bangladesh. Kveikjan að Khan Academy var þegar hann tók að hjálpa ættingjum sínum með stærðfræðinám með stuttum fyrirlestrum á Youtube. Í dag eru mörg þúsund fyrirlestrar um ólík efni fáánleg frá Khan Academy. Á síðasta ári var komið á laggirnar sérstakri námsskrá í forritun og tölvunarfræði sem er öllum opin og á ansi háu stigi.

Udacity (frítt)
Líkt og Coursera á Udacity.com rætur sínar að rekja til Stanford háskóla. Udacity einbeitir sér þó nær eingöngu að háskólanámskeiðum í tölvunarfræði og tengdum greinum, svo sem tölfræði og stærðfræði. Þar má taka inngangsnámskeið í gervigreind, eða inngangsnámskeið í tölvunarfræði hjá reyndum háskólakennurum, eða reynsluboltum á borð við Steve Huffman, sem var einn stofnenda Redditt.com. Námskeið byggjast á videofyrirlestrum og æfingum.

Code Lesson
Hjá Code lesson er hægt að nálgast mikinn hluta námsskeið um forritun, bæði á málum sem hér hafa verið nefnd, auk fjölda annarra. Námskeið hjá Code Lesson spannað að jafnaði um sex vikur, og nemendur hafa leiðbeinanda sem fylgist með framvindu námsins og aðstoðar við æfingar.

Google University (frítt)
Fyrir þá sem eru lengra komnir er hægt að sækja ýmis námskeið hjá Google University, þar sem hægt er að læra bæði að vinna með lausnir fyrir þjónustur Google, og lausnir fyrir Android. Þar geta áhugasamir lært og komist í samband við öflugt samfélag fólks sem þróar fyrir Google.

P2PU (frítt)
Mozilla fyrirtækið sem framleiðir meðal annars hina vinsælu Firefox vafra býður upp á mjög gagnleg námskeið í vefforitun, bæði á eigin vefjum, sem og í samvinnu við P2PU.com (Peer-to-peer University) sem er einhverskonar jafningjafræðsla þar sem nemendur hjálpast að við nám og kenna hver öðrum. Töluvert námsefni er í boði á P2PU, bæði í forritun og öðrum tengdum greinum, svo sem í tengslum við opin gögn, stærðfræði og nýsköpun.

Auglýsingar

One comment

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s