Hópfjármögnun – gerir góðar hugmyndir að veruleika

Fyrirtækið Kickstarter hefur opnað leið fyrir fólk með hugmyndir að fá fjármagn til að framkvæma þær. Hægt er að nota heimasíðu fyrirtækisins til að tryggja sér hópfjármögnun fyrirfram og hefur það gagnast bæði tæknifyrirtækjum og listamönnum.

Á heimasíðunni Kickstarter.com getur hver sem er óskað eftir fjárhagslegum stuðningi við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Það er þó skilyrði að um verkefni sé að ræða sem hafi skýr markmið og tímamörk, og skili ákveðinni afurð eða vöru. Hugmyndasmiðurinn setur fram lýsingu á þeirri afurð eða vöru sem hann vil gera og óskar eftir að safna ákveðinni upphæð til að framkvæma hana. Notendur vefsins geta svo kosið að styðja ýmsar hugmyndir með því að lofa fé til framkvæmdar þeirra og fá jafnan einhvern þakklætisvott í staðinn, miðað við sitt framlag. Algengt er að þeir sem leggja fram smáar upphæðir fái einhverjar þakkir sem stuðningsaðili, en algengast er að viðkomandi kaupi afurð verkefnisins fyrirfram, og ef fjármögnun tekst fær hann hana senda þegar hún er tilbúin. Þeir sem eru tilbúnir að láta meira af hendi rakna fá svo einhverja viðhafnarútgáfu eða aðra kaupauka.

Eigandi verkefnisins heldur öllum réttindum af hugmyndinni, og framlögum fylgja hvorki skyldur né réttindi, umfram þær sem kveðið er á um í lýsingu á hugmyndinni hverju sinni. Að sama skapi er einungis gengið á eftir loforðum um fé ef full fjármögnun fæst fyrir verkefninu. Þannig er reynt að stemma stigu við að fólk láti fé af leggi fé til verkefna sem ekkert verður úr. Kickstarter ber ekki ábyrgð á því að verkefnin verði að veruleika, það er á ábyrgð þeirra sem lofa fé að meta hvort þeir telji hugmyndina trúverðuga eða ekki. Forsvarsmenn síðunnar taka skýrt fram að síðan sé ekki vettvangur fyrir fjárfestingar eða lánastarfsemi, heldur sé fyrst og fremst um að ræða annars konar form af viðskiptum en við erum vön.

Kickstarter rekur sögu sína til ársins 2009. Stofnendurnir voru þrír, en hugmyndina að síðunni fékk einn stofnendanna, Perry Chen árið 2001, en hann var á þeim tíma að reyna fyrir sér sem tónlistarmaður í New Orleans. Hann hefur sjálfur lýst því í viðtölum að hann hafi fyrst fengið hugmyndina þegar hann var að reyna að setja upp tónleika, sem ekkert varð af vegna mikils stofnkostnaðar. Þá kviknaði hugmynd að vefsíðu þar sem hægt væri að selja miðana fyrirfram og nota ágóðan til að greiða stofnkostnaðinn til að halda tónleikana. Chen segir að hann hafi lengi búist við  að opna tölvuna sína einn daginn og komast að því að einhver annar hafi fengið þessa hugmynd og hrint henni í framkvæmd. Eftir átta ára bið lét hann verða að því sjálfur að stofna vettvang fyrir skapandi fólk til að fjármagna hugmyndir sem það hefði annars átt í erfiðleikum með að framkvæma.

Og nóg virðist vera af hugmyndum. Fram til þessa hafa tæplega 91.000 verkefni leitað eftir stuðning í gengum Kickstarter. Af þeim hafa tæplega 38.000 fengið fjármögnun, eða tæp 44%. Alls hefur $532 milljónum verið heitið til verkefna, og af þeim hafa $442 milljónir runnið til verkefna sem hafa náð fullri fjármögnun. Perry Chen hefur bent á að þetta sé ekki ólíkt því fjármögnunarmódeli sem listamenn fyrri alda lifðu við, og nefnir í því sambandi að Mozart og Beethoven hafi iðulega þurft að fjármagna gerð verka sinna fyrirfram frá velgjörðarmönnum.

Það vakti töluverða athygli á dögunum þegar kvikmyndin Innocente hlaut Óskarsverðlaun sem besta stutta heimildarmyndin, en hún var að fullu fjármögnuð í gegnum Kickstarter. Handritshöfundurinn Charlie Kaufmann (Being John Malkovich, Eternal Sunshine of the Spotless Mind) fjármagnaði nýlega gerð sinnar fyrstu teiknimyndar teiknimyndar á Kickstarter, og í síðustu viku bárust fréttir af því að tekist aðdáendur hefðu að hluta fjármagna kvikmynd um Veronica Mars, byggða á vinsælum sjónvarpsþáttum með sama nafni á móti Warner Bros kvikmyndaverinu (framleiðendur leituðu að $2 milljónum, en fengu alls loforð fyrir $3,7 milljónum). þá voru 12% þeirra mynda sem kepptu á síðustu Sundance kvikmyndahátíð fjármagnaðar í gengum Kickstarter.

Flest verkefni sem leitað er eftir stuðningi við tengjast einmitt myndbanda og kvikmyndagerð og um 40% þeirra hafa fengið fjármögnun. Þar á eftir eru tónlistarverkefni ýmis konar, og svo aðrar listgreinar, en sem dæmi má nefna að ljósmyndarinn Spencer Tunnick, sem er frægur fyrir hópnektarmyndir sínar, nýtti Kickstarter til fjármagna tökur í Ísrael nýlega. Þegar horft er á tölur um árangursríka fjármögnun snýst þetta við. Tónlist er sá flokkur sem á flest fjármögnuð verkefni, en um 54% þeirra verkefna hljóta fjármögnun. Þannig hafa minna þekktir tónlistarmenn líkt og Íslandsvinirnir Amanda Palmer og Daniel Johnston sem spilar í Fríkirkjunni í sumar, notið stuðnings frá Kickstarter samfélaginu við að gefa út plötur undanfarið.

Það eru þó ýmiskonar tækni vörur sem hafa fengið mesta stuðning frá Kickstarter samfélaginu. Vinsælasta verkefni Kickstarter til þessa er Pebble, armbandsúr sem tengist snjallsíma og birtir upplýsingar um SMS og tölvupósta á skjánum. Pebble aflaði rúmlega $10 milljónir, en upphaflega beiðni um stuðning nam $100.000. Það er rúmlega 10.000% fjármögnun. Þá söfnuðu framleiðendur Ouya leikjatölvunnar rúmlega $8 milljónum til að hefja framleiðslu þessarar nýju leikjatölvu sem mun byggja á Andoid símastýrikerfinu. Tölvuleikir hafa líka notið talsverðrar velgengni, en engin flokkur hefur safnað hærri upphæð. Alls hafa rúmlega 4000 verkefni í tölvuleikjum safnað rúmlega $90 milljónum, sem er um 20% allar þeirrar fjármögnunar sem safnað hefur fyrir tilstilli Kickstarter. Samt jafgilda tölvuleikir einungis 5% þeirra verkefna sem hafa leitað eftir fjármögnun þar.

En þrátt fyrir að margir hafi látið drauma sína rætast fyrir tilstilli Kickstarter heyrast gagnrýnisraddir. Margir hafa vakið máls á að engar tryggingar séu fyrir því að vara verði að veruleika, þrátt fyrir að full fjármögnun náist. Þá hefur verið bent á að verkefni tengd ýmiskonar áhugamálum eða sérvitringslegri söfnunaráráttu eigi mun auðveldara með að fá hljómgrunn hjá Kickstarter samfélaginu en annað. Að sama skapi hefur talsvert verið fjallað um það hvað nýleg fjármögnun á hluta framleiðslukostnaðar við mynd um Veronicu Mars kunni að þýða þegar fram í sækir. Margir telja að þetta verði til þess að fleiri kvikmyndaver fari þessa leið til að draga úr óvissukostnaði við framleiðslu kvikmynda, sem kynni að hafa slæmar afleiðingar, bæði fyrir kvikmyndagerð, sem og Kickstarter samféalgið. Hvernig á tilvonandi sjálfstæðum heimildamyndum á borð við Óskarsverðlauna myndina Innocente eftir að vegna í samkeppni um peninga við næstu Hollywood stórmyndina? Þá hafa rannsóknir sýnt að mikill nær 75% verkefna sem fá fjármögnun koma seinna úr framleiðslu en lofað var, þó mikill meirihluti verkefna komi, sum seint og um síðir.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s