NBA Spá 2011-12

Image
Hér má sjá Kevin Durant tengdan við sólarrafhlöðu

NBA Ísland hefur birt Völuspá 2011 fyrir NBA tímabilið sem hefst síðar í dag. Ég vil ekki vera minni maður. Hér er mín spá fyrir tímabilið.

Verðmætasti leikmaðurinn

Kevin Durant. Vissulega fær hann samkeppni, þá helst frá LeBron James, en ég á von á að Oklahoma liðið taki miklum framförum og verði jafnvel í baráttunni um efsta sæti deildarinnar. Durant mun væntanlega verða stigahæsti leikmaður deildarinnar. Þetta er einföld uppskrift að því að verða valinn verðmætasti leikmaðurinn.

Nýliði ársins

Ricky Rubio. Hann hefur fengið töluverða reynslu af því að spila á stóra sviðinu og hefur ótrúlega gott lag á að finna opna manninn. Leikstíll hans hentar NBA boltanum vel og ég á von á að hann eigi eftir að eiga gott ár.

Enes Kanter er annað nafn sem ég vil fá setja á blað. Ég var mjög hrifinn af því sem ég sá til þessa leikmanns í undirbúningi fyrir valið í fyrra. Ég vona að Kanter sanni mál mitt og þá kæmi mér ekki á óvart þó hann tæki nýliðatitilinn með sér heim til Tyrklands næsta sumar.

Þjálfari ársins

Lionell Hollins. Ég held með að Memphis byggi á góðum árangri sínum í fyrra og verði með efstu liðum í deildinni í vetur. Hollins ætti að njóta góðs af því. Þó ekki væri nema fyrir það að hafa grafið nógu langt upp í rassgatið á Zach Randolph til þess að finna á honum hausinn og draga hann út.

Nafn Scott Brooks verður líka á vörum margra í þessu sambandi, en Hollins er minn maður.

Varnarmaður ársins

Dwight Howard. Mín vegna er í lagi að það verði ekki kosið um þessi verðlaun aftur fyrr en Howard leggur skóna á hilluna.

Sjötti maður ársins

Brandon Bass. Ég á von á að með auknum leiktíma, styrkri leiðsögn Doc Rivers og öldunganna í Celtics liðinu, eigi þess leikmaður eftir að fylla skarðið sem hjartað í Jeff Green skyldi eftir.

Framfarakóngur

Eric Gordon. Á síðasta tímabili var hann farinn að gægjast reglulega inn í herbergið sem er ætlað stórstjörnum deildarinnar. Eftir að hafa verið skipaðu miðpunktur sóknar New Orleans Hornets held ég að hann gangi hreinlega inn og setjist niður.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s