NBA spá 2010-2011 – Austurströnd

Austurströnd

 1. Miami Heat (63)
  Ég held að liðið hafi of mikið að sanna til að leggja sig ekki fram um að vinna hvern leik á leiktímabilinu og það eru hæfileikaríkir leikmenn hér sem geta skilað liðinu fjölda sigra.
 2. Orlando Magic (61)
  Orlando liðið hefur mikið að sanna eftir slæma útreið í úrslitakeppninni í fyrra. Ég held að liðið eigi eftir að elta Miami í keppninni um flesta sigurleiki á leiktímabilinu. Reikna með Dwight Howard sterkum til leiks.
 3. Boston Celtics (54)
  Ólíkt Miami og Orlando hafa þessir jálkar ekkert að sanna. Ég reikna frekar með að þeir eigi eftir að spara sig fyrir úrslitakeppnina og einungis leggja nóg á sig til að tryggja sér heimaleikjarétt í fyrstu umferð. Þetta er lið sem er byggt fyrir úrslitakeppni, ekki leiktímabil.
 4. Chicago Bulls (53)
  Sannarlega efnilegt lið, en sennilega vantar ennþá leikmann á vænginn sem getur nærst á brauðmolunum sem hrökkva af pick n’ roll hlaðborði Derek Rose og Joakim Noah.
 5. Atlanta Hawks (52)
  Litlar breytingar á milli ára hjá þessu liði. Liðið skipti þó um þjálfara, sem var líklega besta breytingin í stöðunni. Í fyrra spilaði þetta lið einhæfustu en hagkvæmustu sókn í deildinni. Ég reikna með að það breytist, en fjölbreyttari sóknarleikur á eftir að vinna með liðinu þegar fram í sækir.
 6. Milwaukee Bucks (48)
  Annað ár með Brandon Jennings og Andrew Bogut verður vonandi heill heilsu. Skemmtilegt lið sem hefur marga frambærilega leikmenn í aukahlutverkum en skortir stórstjörnu til að fara lengra.
 7. New York Knicks (44)
  Loksins eygja New York búar von. Þótt Amaré hafi verið eins konar tossa verðlaun í ár, þá komu þeir út í svo miklum plús í viðskiptum sínum með David Lee að ég tel þá nokkuð örugga um sæti í úrslitakeppninni.
 8. Charlotte Bobcats (40)
  Endurtaka leikinn á síðasta ári og ná í úrslitakeppnina. Þetta er liðsheild sem spilar betur en einstakir leikmenn þess gefa væntingar um. Árangur þess segir meira um Larry Brown en einstaka leikmenn.
 9. Indiana Pacers (38)
  Það er ljós við enda gangnanna hjá Pacers, loksins hefur liðið losnað við slæma samninga sem hafa verið eins og akkeri um hálsinn á þessu liði. Vandamálið er að það eru bara fáir hæfileikaríkir leikmenn um borð, aðrir en Danny Granger. Spái þó Roy Hibbert góðu ári.
 10. Detroit Pistons (34)
  Lið sem er statt mitt á milli hreinsunareldsins og helvítis þegar NBA er annars vegar. Með meðalmenn á alltof háum launum, og gamlar stjörnur, sem skila nægilega mörgum sigrum til að liðið á aldrei séns á háum valrétti. Ástandið hjá Pistons er ekki bjartara en hjá bílaframleiðendum borgarinnar.
 11. Washington Wizards (31)
  Stund John Wall er runnin upp. Spurningin er hve lengi Gilbert Arenas fær að spilla gleðinni. Hér þarf skilnað að borði og sæng. Aðrir leikmenn í þessu liði eru statistar í dramatísku raunveruleikasjónvarpi.
 12. New Jersey Nets (30)
  Botninum er náð og NJN byrjar að byggja upp. Framundan er flutningur til Brooklyn og staða samninga er New Jersey mjög í vil. Þess verður varla langt að bíða áður en þetta lið verður í úrslitakeppni.
 13. Philadelphia 76ers (30)
  Annað lið sem er statt í hreinsunareldinum. Með útbrúnninn Elton Brand á max-samning og með stjörnu (Igudala) sem er betur fæddur til að leika aukahlutverk, þrátt fyrir talsverða hæfileika. Hafa þó nokkra unga og efnilega leikmenn innanborðs og eru í aðstöðu til að standa í leikmannaskiptum.
 14. Cleveland Cavaliers (28)
  Þrátt fyrir að sumir séu að sóla sig á South Beach er staðan ekki alsvört hjá Cleveland. Liðið hefur nokkra efnilega leikmenn innanborðs og þjálfara sem hefur gott lag á ungum leikmönnum.
 15. Toronto Raptors (21)
  Kanada, hvað get ég sagt til að láta ykkur líða betur annað en að Justin Bieber hefur enn ekki flúið land?
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s