Nokkur orð um Mbl.is

Nú hef ég nokkrum sinnum séð forsvarsmenn Morgunblaðsins kvarta undan svokölluðum aggregator síðum, sem tengja á fréttir ólíkra miðla á einum stað, líkt og Eyjan, Pressan og aðrar slíkar síður. Ég hef gert þetta að umtalsefni áður. Ég hafði hins vegar ekki tekið eftir í því að Morgunblaðið rekur sína eigin aggregator síðu.

Auglýsingar

4 comments

 1. Þú ert að misskilja aðeins gagnrýni Morgunblaðsins. Þeir voru að agnúast út í, að vefmiðlarnir tækju fréttir svo gott sem orðrétt án þess að vísa í upprunalegu heimildina. Og það hefur skilað þeim árangri, að Eyjan vísar nú undantekingalaust í Morgunblaðið taki þeir upp frétt frá þeim. Við það er ekki neitt að athuga. Vandamálið var hreinn og klár stuldur á fréttum, oftast orðréttur.

  Fréttirnar á ensku inni á vef Morgunblaðsins eru að sjálfsögðu með leyfi allra forsvarsmanna þeirra vefsmiðla sem vísað er í, og eðlismunurinn eru auðvitað gríðarlegur.

  En þetta sér hver vitiborinn maður.

  • Nú hef ég ekki haldið því fram að aggregator mbl.is sé ekki gerður með leyfi forsvarsmanna. Enda er það algjört aukaatriði í þessu samhengi. Ég einfaldlega bent á að mbl.is rekur aggregator sem er keimlíkur þeim sem þeir hafa agnúast yfir. Forsvarsmaður einnar þeirra efnisveitna sem sér mbl.is fyrir þessum fréttum hefur hér að ofan sagt að þetta skapi þeim talsverða traffík. Ég hef bent á að það sama gildi líklega um mbl.is.

   Hins vegar er ég ekki að misskilja neitt í ummælum þeirra Morgunblaðsmanna, í það minnsta ekki þeim sem ég man eftir. Ég vísaði beint í grein eftir Styrmi Gunnarsson þar sem hann segir orðrétt:

   „Nú eru jafnvel orðnir til netmiðlar, sem byggja á því að safna saman fréttum úr öðrum netmiðlum. Hér á Íslandi á það við um eyjuna.is, pressuna.is og að einhverju leyti amx.is. Þessir netmiðlar byggja að verulegu leyti á fréttum, sem birtar eru í heild af mbl.is, vísi.is og dv.is. Útgefendur þessara þriggja síðastnefndu netmiðla standa undir verulegum kostnaði við þau fréttaskrif. Það er óeðlilegt að aðrir miðlar geti einfaldlega tengt sig við þær fréttir án þess að nokkuð komi í staðinn. Þeir eiga auðvitað að greiða fyrir þessa þjónustu.“ (Skáletrun mín).

   Á þeim tíma þegar Styrmir skrifar þessi orð, þá höfðu allir þessir miðlar það sem undantekningalausa reglu að vísa í upprunalegu fréttina. Raunar fletti ég upp á vefsafninu og sá að það hefur tíðkast á Eyjunni frá því síðari hluta 2007, hið minnsta. Ef þú ert einhverstaðar með dæmi um annars konar gagnrýni frá Morgunblaðsmönnum þá vil ég gjarnan sjá slíkt, því mér finnst þessi umræða einkar áhugaverð.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s