Sænska módelið

Hugtakið norræn velferðarstjórn (sænska módelið) hefur verið talsvert í umræðunni í tengslum við myndun nýrrar ríkisstjórnar á Íslandi. Á meðan sumir lýsa ánægju sinni með þessa þróun, þá heyrist mér aðrir líta á þetta sem samfélagsskipan sem sé einungis einu Gúlagi frá því að vera réttnefndur Stalínismi.

Það kemur því kannski báðum hópum á óvart að þrátt fyrir ríkar áherslur á félagslega velferð hér í Svíþjóð, þá er hér umtalsvert um einkarekstur og markaðslausnir, ekki síst á sviðum sem Ísendingar hafa forðast að innfæra svipaðar lausnir.

Þannig eru einkareknir skólar starfræktir við hlið ríkisrekinna skóla og öllum er frjálst að velja á milli skóla sem þeir telja að henti sínu barni best.

Heilsugæslan er jafnframt að hluta til einkarekin og geta íbúar valið hvaða heilsugæslustöð þeir leita til, óháð búsetu.

Orkuveitur eru jafnframt einkareknar að stórum hluta og er hverjum og einum frjálst að velja hvaða orkufyrirtæki hann skiptir við, ekki ólíkt og maður velur sér símafyrirtæki. Þannig hef ég valið að skipta við fyrirtækið Godel, sem er orkufyrirtæki sem er ekki rekið í hagnaðarskyni, heldur er það tæki til þess að safna peningum til þróunarhjálpar. Það býður viðskiptavinum sínum einnig upp á að kaupa einungis græna orku.

Það er einn af kostum markaðarins að þar gefst svona fyrirtækjum rúm til að starfa.

Annars er ég ekki að mæla þessu kerfi neina sérstaka bót. Ég hef ekki búið hér nógu lengi til að átta mig á því hvort allt þetta frelsi er af hinu góða eða illa.

Ég vil hins vegar benda fólki á að sænska módelið jafngildir ekki endilega auknum ríkisrekstri. Hvort sem mönnum þykir það betra eða verra.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s