Framtíð dagblaða

Í gær hætti dagblaðið Seattle Post Intelligencer að koma út á prenti. Eftir 146 ár – útgáfan var elsti starfandi rekstur í Seattle borg – voru prentvélarnar stoppaðar og starfsemi fjölmiðilsins færð algerlega yfir á netið. Seattle P.I. er ekki fyrsta dagblaðið sem fer þessa leið, og varla það síðasta. Æ fleiri dagblöð í Bandaríkjunum eru ýmist alfarið að hætta að koma út eða að færa útgáfustarfsemi sína algerlega yfir á netið.

Rekstur dagblaða hefur víða gengið erfiðlega undanfarin ár, ekki síst á Íslandi. Skemmst er að minnast frétta af 5 milljarða skuld Morgunblaðsins og uppsögnum á bæði Mogganum og Fréttablaðinu. Undanfarið hef ég talsvert velt fyrir mér framtíð dagblaða og bretytingum á fjölmiðlalandslaginu. Ég hef hér tekið saman sumt af því.

Margir draga þá ályktun að útgáfa dagblaða sé búið spil og framtíðin liggi á netinu. Ég held að það sér ekki tímabært að draga þá ályktun. Enn eru rekin dagblöð sem skila góðum hagnaði. Sem dæmi má nefna sænska kvöldblaðið Expressen sem skilaði 144 milljónum sænskra króna í hagnað á síðasta rekstrarári. Það eru umtalsverðir peningar.

Árangur Expressen má að miklu leyti skýra með því að blaðið hefur leitað nýrra leiða til þess að skapa tekjur. Gefin eru út margs konar sérblöð, stofnaður var DVD áskriftarklúbbur og margs konar sérvarningur og kynningar fylgja blaðinu í lausasölu. Stjórnendur blaðsins virðast hafa áttað sig á grundvallarvanda dagblaða: Fréttir eru ekki lengur söluvara. Í það minnsta ekki í því formi sem dagblöð bjóða upp á. Fyrir því eru einkum þrjár ástæður:

  1. Það er seint með fréttirnar. Í upplýsingasamfélagi samtímans er erfitt að segja fólki fréttir daginn eftir að þær gerast. Það eru allar líkur á að það sé búið að frétta það.
  2. Það er dýrt í útgáfu. Prent- og dreifingarkostnaður er mikill. Stór hluti skulda Morgunblaðsins er t.d. vegna milljarða fjárfestinga í nýrri prentsmiðju.
  3. Það er ekki hagkvæmur auglýsingamiðill. Dagblöð voru vinsæll auglýsingamiðill vegna þess að þau náðu til margra. Á netinu geta fyrirtæki beint auglýsingum með mun meiri nákvæmni að sínum markhópi. Það er líka ljóst að smáauglýsingar, atvinnuauglýsingar og fasteignaauglýsingar eiga sér miklu meiri framtíð á netinu heldur en í dagblöðum.

Ný könnun á meðal nemenda í blaðamennsku í Ástrálíu sýnir að 90% nemenda í faginu kjósa sér aðra miðla en dagblöð til að nálgast fréttir. Það er óheyrilega hátt hlutfall. Á sama tíma sýnir Technocrati fram á að af þeim tíu vefsvæðum sem bloggarar tengja mest á eru átta fréttasíður stórra fjölmiðla og samtökum blaðaútgefenda í Bandaríkjunum telst til að 75 milljónir manns hafi heimsótt fréttasíðu á netinu í janúar 2009, nærri tíu milljón fleiri en í sama mánuði fyrir ári.  Fólk les ennþá fréttir. Það kýs bara aðra miðla en dagblöð.

Það er ljóst að dagblöð þurfa að aðlagast breyttum tímum. Það má velta því fyrir sér í hverju sú aðlögun felst. Líklegast er að hefðbundinn fréttaflutningur (hver-, hvar-, hvað-, hvenær-, hvernig-, fréttamennska) færist nær algjörlega yfir á netið innan fárra ára. Á móti finnst mér líklegt að útgáfudögum dagblaða fækki, og jafnvel bara helgarútgáfan standi eftir.

Enn sem komið er þykir flestum netið vera óheppilegur miðill til að lesa lengri greinar. Sóknarfæri prentmiðla liggur hér. Samhliða öflugri fréttasíðu sem sinnir daglegri fréttavinnslu má sjá fyrir sér útgáfu efnisríkra helgarblaða þar sem markmiðið er að setja fréttir í samhengi og birta lengri fréttaskýringar og greinar sem krefjast meiri rannsóknarvinnu.

Ég læt hér staðar numið í bili, en ég mun fylgja þessari færslu eftir með fleiri hugleiðingum um framtíð fjölmiðla á næstunni.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s