Mótmæli í Malmö

Mótmælandi kastar stein í lögreglubíl
Mótmælandi kastar stein í lögreglubíl

Á laugardag kom til átaka á milli lögreglu og mótmælenda við Baltic Arena í Malmö í tengslum við leik Svía og Ísraela í Davis Cup í tennis. Félagar úr ýmsum samtökum sem styðja frjálsa Palestínu höfðu áður krafist þess að leiknum yrði aflýst og Sænska tennissambandið neitaði að taka á móti ísraelska liðinu. Þegar það gekk ekki eftir söfnuðust 6000 mótmælendur saman við Baltic Arena til að freista þess að ráðast inn á völlinn og stöðva leikinn. Fjölmennu lögregluliði tókst að halda aftur af mótmælendum og leikurinn var spilaður.  10 voru handteknir en einungis einn hefur verið ákærður.

Á vef Sydsvenskan er ágætt myndband af átökunum. Þar má meðal annars sjá hvernig mótmælendur kasta grjóti í lögreglubíla, klifra upp á þá og brjóta spegla og ljós. Þar má líka sjá lögreglumann draga upp byssu og miða á mótmælendur þegar honum þykir sér vera ógnað. Hann hleypir þó ekki af skoti.

Það vekur eftirtekt að gasi er aldrei beitt til þess að halda aftur af fólkinu. Það vekur líka eftirtekt að ljósmyndarar og myndatökumenn fjölmiðla fá að sinna sínu starfi í friði, óáreittir af lögreglu. Einnig er vert að taka eftir því að í dag á milli ellefu og tólf mun einn af æðstu yfirmönnum lögreglunnar í Malmö taka þátt í netspjalli og svara spurningum lesenda Sydsvenskan.se um framferði lögreglunnar á staðnum.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s